Aðalfundur húsfélagsins framundan

Nú er aðalfundartímabilið hafið því samkvæmt lögum um fjöleignahús ber að halda aðalfund húsfélaga á tímabilinu frá janúarbyrjun til aprílloka ár hvert. „Úfff" segja margir sem stýra húsfélögum en þetta finnst okkur hér hjá Eignaumsjón skemmtilegur tími því ein af meginstoðum í rekstrarþjónustu okkar er undirbúningur og framkvæmd aðalfundarins.

Húsfélög sem nýta sér þjónustu Eignaumsjónar eru því í öruggum höndum þegar kemur að aðalfundinum, faglega er haldið utan um aðalfundinn og það sem þar er tekið fyrir og afgreitt.

Í 61. grein laganna um fjöleignahús eru verkefni aðalfunda og dagskrá sérstaklega tilgreind og því skýrt hvað taka skuli þar fyrir.

Þetta er ein af fjölmörgum ástæðum þess að húsfélög leita til okkar með þjónustu, en það er að halda faglega um aðalfundinn því afar mikilvægt er að halda löglega fundi þar sem löglegar ákvarðanir eru teknar.

Umsagnir

 • Aðkoma Eignaumsjónar hefur komið stöðugleika á okkar litla húsfélag. Ákveðin formlegheit þeirra hafa gert það að verkum að stjórnin er nú starfhæf, unnið er eftir góðri rekstraráætlun og dagleg umsjón er í góðum farvegi.
  Skoða nánar
 • Áður fyrr voru málefni húsfélagsins engan veginn í lagi. Illa var haldið utan um fjármál og bókhald,
  málin voru þokukennd og stundum villandi fyrir eigendur. Það að fá Eignaumsjón til að sjá um
  húsfélagið hefur breytt öllu..
  Skoða nánar
 • Þjónusta Eignaumsjónar er tvímælalaust skilvirk og unnin með faglegum hætti. Þjónustan sparar
  mér mikinn tíma og fyrirhöfn við fjármál og rekstur húsfélagsins. Þetta á við störf sem snúa að
  gjaldkera..
  Skoða nánar
 • Við hófum samstarf við Eignaumsjón árið 2008. Hjá okkur var staðan ekki slæm, hússjóður í
  þokkalegum málum en nokkuð stórt húsfélag þannig að gjaldkerastarfið var fyrirhafnarsamt. Okkur
  fannst ekki ganga að leggja þetta á einn eiganda..
  Skoða nánar
Copyright (c) Eignaumsjón hf 2014. Vefhönnun: VEFHEIMAR