Minningarorð um Kristínu, gjaldkera

Kristín Magnea Eggertsdóttir - Minning
Kynni mín af Kristínu hófust vorið 2007 þegar ég hóf störf hjá Eignaumsjón. Hún gegndi starfi gjaldkera félagsins og gegndi þar af leiðandi trúnaðarstarfi fyrir fjölda viðskiptamanna. Ég fann strax hversu traust og heilsteypt Kristín var og það fundu bæði samstarfsmenn og viðskiptamenn okkar jafnframt. Sem starfsmaður var hún einstaklega hreinskiptin og sönn, sagði það sem henni bjó í brjósti og fylgdi eigin sannfæringu. Með ósérhlífni, dugnaði og trúmennsku á Kristín drjúgan þátt í uppbyggingu Eignaumsjónar á liðnum árum. Fyrir það vil ég þakka.
Þessi einstaka dugnaðarkona setti sterkan svip á vinnustaðinn. Hún gekk í öll þau störf sem þurfti og hafði jafnframt góða skipulagshæfileika sem nýttust langt útfyrir hennar starfssvið. Ef breyta þurfti verkskipulagi eða fyrirkomulagi á skrifstofunni var best að fá fyrst tillögur Kristínar til að vinna útfrá. Það átti líka við þegar skipuleggja átti starfsmannahóf eða ferðir. Þær voru ófáar ferðirnar sem Kristín átti frumkvæði að og stýrði af sínum myndarskap. Við hjá Eignaumsjón og aðrir starfsmenn hér í húsinu að Suðurlandsbraut 30 komum til með að sakna nærveru Kristínar og atorku.
Fyrir hönd okkar allra leyfi ég mér að votta fjölskyldu Kristínar dýpstu samúð með þakklæti í huga, þakklæti fyrir að hafa átt samleið Kristínu, samleið sem átti að verða miklu lengri.

Daníel Árnason

Minningargrein í Morgunblaðinu birt 12. janúar 2017

Umsagnir

 • Aðkoma Eignaumsjónar hefur komið stöðugleika á okkar litla húsfélag. Ákveðin formlegheit þeirra hafa gert það að verkum að stjórnin er nú starfhæf, unnið er eftir góðri rekstraráætlun og dagleg umsjón er í góðum farvegi.
  Skoða nánar
 • Áður fyrr voru málefni húsfélagsins engan veginn í lagi. Illa var haldið utan um fjármál og bókhald,
  málin voru þokukennd og stundum villandi fyrir eigendur. Það að fá Eignaumsjón til að sjá um
  húsfélagið hefur breytt öllu..
  Skoða nánar
 • Þjónusta Eignaumsjónar er tvímælalaust skilvirk og unnin með faglegum hætti. Þjónustan sparar
  mér mikinn tíma og fyrirhöfn við fjármál og rekstur húsfélagsins. Þetta á við störf sem snúa að
  gjaldkera..
  Skoða nánar
 • Við hófum samstarf við Eignaumsjón árið 2008. Hjá okkur var staðan ekki slæm, hússjóður í
  þokkalegum málum en nokkuð stórt húsfélag þannig að gjaldkerastarfið var fyrirhafnarsamt. Okkur
  fannst ekki ganga að leggja þetta á einn eiganda..
  Skoða nánar
Copyright (c) Eignaumsjón hf 2014. Vefhönnun: VEFHEIMAR