Nýir starfsmenn Eignaumsjónar

Við öflugt starfsfólk Eignaumsjónar hafa nú bæst tveir nýir starfsmenn.

Guðrún Helga Guðjónsdóttir hefur verið ráðin á fjármálasvið sem aðalbókari og mun hún hafa yfirumsjón með bókhaldi og ársuppgjörum viðskiptavina Eignaumsjónar. Guðrún Helga er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og starfaði áður hjá Norðuráli.

Sigríður Hafdís Benediktsdóttir hefur verið ráðin í þjónustu, móttöku og skjalavörslu. Hún starfaði áður sem verslunarstjóri hjá Pennanum Eymundsyni.

Guðrún Helga og Sigríður Hafdís eru boðnar velkomnar í hóp starfsamanna sem þjónustar ört fjölgandi viðskiptavinum Eignaumsjónar.

Umsagnir

 • Aðkoma Eignaumsjónar hefur komið stöðugleika á okkar litla húsfélag. Ákveðin formlegheit þeirra hafa gert það að verkum að stjórnin er nú starfhæf, unnið er eftir góðri rekstraráætlun og dagleg umsjón er í góðum farvegi.
  Skoða nánar
 • Áður fyrr voru málefni húsfélagsins engan veginn í lagi. Illa var haldið utan um fjármál og bókhald,
  málin voru þokukennd og stundum villandi fyrir eigendur. Það að fá Eignaumsjón til að sjá um
  húsfélagið hefur breytt öllu..
  Skoða nánar
 • Þjónusta Eignaumsjónar er tvímælalaust skilvirk og unnin með faglegum hætti. Þjónustan sparar
  mér mikinn tíma og fyrirhöfn við fjármál og rekstur húsfélagsins. Þetta á við störf sem snúa að
  gjaldkera..
  Skoða nánar
 • Við hófum samstarf við Eignaumsjón árið 2008. Hjá okkur var staðan ekki slæm, hússjóður í
  þokkalegum málum en nokkuð stórt húsfélag þannig að gjaldkerastarfið var fyrirhafnarsamt. Okkur
  fannst ekki ganga að leggja þetta á einn eiganda..
  Skoða nánar
Copyright (c) Eignaumsjón hf 2014. Vefhönnun: VEFHEIMAR