Auglýst eftir starfsmanni í húsvörslu

Við erum að leita að dugmiklum og ábyrgum starfsmanni til að sinna daglegum rekstri, minniháttar viðhaldi og almennri húsvörslu í einu glæsilegasta skrifstofu- og atvinnuhúsnæði Reykjavíkur.

Starfið felst m.a. í umhirðu og umsjón sameiginlegra svæða, bílageymslu, bílastæða og lóðar. Viðkomandi mun jafnframt sinna minniháttar viðhaldi og viðgerðum á húseigninni auk þess að aðstoða og leysa af umsjónarmann fasteigna.

Kostur að umsækjendur hafi einhverja reynslu af þátttöku í húsumsjón s.s. smíðum, viðhaldi, þrifum o.þ.h. Áhersla er lögð á reglusemi, snyrtimennsku, dugnað og fagmennsku. 

Umsóknarfrestur er til og með 9. október nk., en gengið verður frá ráðningu sem allra fyrst.
Vinsamlega sendið umsóknir í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsagnir

 • Aðkoma Eignaumsjónar hefur komið stöðugleika á okkar litla húsfélag. Ákveðin formlegheit þeirra hafa gert það að verkum að stjórnin er nú starfhæf, unnið er eftir góðri rekstraráætlun og dagleg umsjón er í góðum farvegi.
  Skoða nánar
 • Áður fyrr voru málefni húsfélagsins engan veginn í lagi. Illa var haldið utan um fjármál og bókhald,
  málin voru þokukennd og stundum villandi fyrir eigendur. Það að fá Eignaumsjón til að sjá um
  húsfélagið hefur breytt öllu..
  Skoða nánar
 • Þjónusta Eignaumsjónar er tvímælalaust skilvirk og unnin með faglegum hætti. Þjónustan sparar
  mér mikinn tíma og fyrirhöfn við fjármál og rekstur húsfélagsins. Þetta á við störf sem snúa að
  gjaldkera..
  Skoða nánar
 • Við hófum samstarf við Eignaumsjón árið 2008. Hjá okkur var staðan ekki slæm, hússjóður í
  þokkalegum málum en nokkuð stórt húsfélag þannig að gjaldkerastarfið var fyrirhafnarsamt. Okkur
  fannst ekki ganga að leggja þetta á einn eiganda..
  Skoða nánar
Copyright (c) Eignaumsjón hf 2014. Vefhönnun: VEFHEIMAR